Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atlantsolía opnar eldsneytisafgreiðslu við Biðskýlið í Njarðvík
Fimmtudagur 17. febrúar 2005 kl. 15:18

Atlantsolía opnar eldsneytisafgreiðslu við Biðskýlið í Njarðvík

Atlantsolía er að hefja framkvæmdir við uppsetningu á eldsneytisafgreiðslu við Njarðarbraut norðan við Biðskýlið í Njarðvík. Þar verða settar upp tvær eldsneytisdælur frá fyrirtækinu.

Ósk fyrirtækisins um lóð undir eldsneytisafgreiðslu hefur verið til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum frá því seint á síðasta ári. Fyrstu hugmynir voru um að dælurnar yrðu sunnan við Biðskýlið en ekki var fallist á það, þar sem þar liggur fjölfarin gönguleið til skóla og íþróttamannvirkja. Um 240 íbúum á svæðinu umhverfis fyrirhugaða eldsneytisafgreiðslu var send svokölluð grenndarkynning en sex athugasemdir bárust.

Umræða um stöðina varð á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn. Þar lagði Guðbrandur Einarsson fram eftirfarandi bókun: ,,Svæði það sem fyrirhugað er að úthluta Atlantsolíu við Hólagötu í Njarðvík er mjög viðkvæmt, vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda, sem þurfa að fara þar um, á leið í skóla og í íþróttamannvirki. Gera má ráð fyrir talsvert meiri umferð á þessu svæði með tilkomu bensínstöðvar og aukinni umferðarhættu samfara því. Það hefði því verið eðlilegra að Atlantsolíu hefði verið fundinn staður þar sem þessi hætta er ekki fyrir hendi“. Undir bókunina skrifa Guðbrandur Einarsson og Sveindís Valdimarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024