Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 12. apríl 2001 kl. 22:00

Atlantavél snúið aftur til Keflavíkur

Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu Atlanta er greint frá því að vél félagsins sem var á leið til Dyflinnar hafi verið snúið aftur til Keflavíkur, 15 mínútum eftir flugtak, með 360 farþega innanborðs. Ástæðan er að aðvörunarljós kviknaði vegna eins af þremur hreyflum þotunnar.
Þetta kemur fram á Vísi.is í dag.Í fréttatilkynningunni segir að aðvörunarljós fyrir einn af þremur hreyflum Lockheed Tristar breiðþotu félagsins, sem var á leið frá Keflavík til Dyflinnar á Írlandi með 360 farþega innanborðs, hafi kviknað eftir um 15 mínútna flug.

Af öryggisástæðum var vélinni strax snúið við til Keflavíkur og lenti hún þar klukkan 10.00 í morgun. Nú er verið að skoða hreyfilinn af viðhaldsdeild félagsins. Félagið hefur boðið farþegum upp á veitingar í flugstöð Leifs Eiríkssonar á meðan beðið er, en ef viðgerð tefst er ráðgert að ein af Boeing 747 þotum félagsins sem stödd er á Charles De Gaulle flugvelli í París fljúgi til Keflavíkur og verði kominn um klukkan 15.00 til að taka farþegana til Dyflinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024