Átján óku of hratt
Lögreglan á Suðurnesjum stóð átján ökumenn að hraðakstri um helgina. Sá sem hraðast ók, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, mældist á 132 kílómetra hraða. Annar mældist á 112 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.
Þá voru afskipti höfð af átján ökumönnum til viðbótar, sem fóru ekki að umferðarlögum eða voru ekki með bifreiðar sínar í lögmætu ástandi.