Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Athugasemd vegna fréttar
Þriðjudagur 30. maí 2006 kl. 17:18

Athugasemd vegna fréttar

Lesandi vf.is vildi koma á framfæri athugasemd vegna fréttar um umferðaróhapp sem átti sér stað við Grindavíkurafleggjara í síðustu viku.

Hann vildi að það kæmi fram að slysið hafi orðið með öðrum hætti en getið var í fréttinni. Ökumaður bifreiðar sem ekið var austur Reykjanesbraut lenti aftan á annari bifreið sem var á leið í sömu átt, en sá síðarnefndi hafði verið úti í vegakanti og, að sögn þess sem hafði samband, farið inn á veginn aftur án þess að gefa stefnuljós. Bíllinn sem kom á eftir gat ekki sveigt framhjá vegna umferðareyjunnar við Grindavíkurgatnamótin og lenti þvi aftan á þeim sem kom inná.

Þess ber að geta að í upprunalegu fréttinni af slysinu, sem kom á netið samdægurs, kemur fram að fremri bifreiðin „hafi hægt á sér til að snúa við“, en það er orðrétt upp úr dagbók lögreglunnar.

VF-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024