Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 22. febrúar 2008 kl. 12:32

Athugasemd: Greiðslur þær sömu í Vogum, Sandgerði og Garði

Vegna fréttar um sértækar aðgerðir sveitarfélaganna í starfsmannamálum er rétt að taka fram að greiðslur sveitarfélaganna Voga, Sandgerðis og Garðs til starfsmanna eru hinar sömu í öllum sveitarfélögunum. Framlög þeirra til málaflokksins eru hins vegar mismunandi og virðist það hafa valdið misskilningi lesenda.

Eins og fram kemur á heimasíðum sveitarfélaganna þriggja eru greiðslurnar eftirfarandi:

Ófaglærðir starfsmenn í STFS og VSFK sem eru í launaflokki 122 og neðar fái greiddar 40.000 kr. 1. maí og 40.000 kr. 1. september miðað við 100%  starfshlutfall.?

Aðrir starfsmenn í STFS og VSFK  fái greiddar 30.000 kr. 1. maí og 30.000 kr. 1. september miðað við 100% starfshlutfall.?Grunnskóla- og leikskólakennarar og annað háskólamenntað starfsfólk fái greiddar 50.000 kr. 1. maí og 50.000 kr. 1. september miðað við 100% starfshlutfall.

Auk þess styrkja Sveitarfélaögin starfsmenn um 15 þúsund krónur til heilsueflinar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024