Átelur vinnubrögð
N-listinn í Sveitarfélaginu Garði bókaði um verðkönnun vegna lagningu göngustígar frá Nýjalandi að Garðhúsavík á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðs. Þar segir:
„N-listinn átelur vinnubrögð meirihlutans varðandi verðkönnun vegna göngustíga. Í fyrsta lagi þarf að liggja fyrir raunhæf kostnaðaráætlun með greinargerð um það sem á bakvið stendur. Í öðru lagi verður meirihlutinn að gera greinamun á verðkönnun og verðtilboðum, sem er alls ekki það sama. Auk þess, sem er sínu alvarlegast er ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun. Vinnubrögð af þessu tagi eru ólíðandi,“ segir í bókuninni.