Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atburðarásin er óvenjuleg fyrir svæðið
Kortið sýnir skjálftavirkni norður af Grindavík frá 17. janúar, 2020. Rauðu rákirnar tákna þekktar gossprungur. Svarti þríhyrningurinn sýnir staðsetningu SIL-jarðskjálftastöðvarinnar. Myndir af vef Veðurstofu Íslands.
Mánudagur 27. janúar 2020 kl. 09:32

Atburðarásin er óvenjuleg fyrir svæðið

Nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum ná yfir tæplega 3 áratugi, segir á vef Veðurstofu Íslands. Á því tímabili hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst.

„Atburðarásin er því óvenjuleg fyrir svæðið ef miðað er við reynslu undarfarinna áratuga. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna (norðaustan við Grindavík) sem mælst hefur frá 21. janúar. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3.7 og 3.6 að stærð og fundust vel á Reykjanesskaganum og allt norður í Borgarnes. Dregið hefur úr hrinunni síðustu daga,“ segir í samantekt um atburði síðustu daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jarðskjálftahrinur eru algengar á svæðinu og þessi hrina getur ekki talist óvenjuleg ein og sér. Það að landris mælist samfara jarðskjálftahrinunni, gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu.

Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu (InSAR: interferometric analysis of synthetic aperture radar images). Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.