Átakið Ungt fólk til athafna skilar árangri á Suðurnesjum
Átakinu Ungt fólk til athafna var nýlega var ýtt úr vör af félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Markmið átaksins er að aldrei skuli líða meira en þrír mánuðir frá því að einstaklingur á aldrinum 16-24 ára verður atvinnulaus, þar til viðkomandi er boðið starf, námstækifæri, starfsþjálfun eða þátttaka í öðrum verðugum verkefnum. Markviss vinna við átakið hér á Suðurnesjum hófst í janúar síðastliðnum og er þeirri vinnu stýrt af Vinnumálastofnun á Suðurnesjum.
Í upphafi árs var fjöldi atvinnuleitenda á aldrinum 16-24 ára 431 á Suðurnesjum (384 Íslendingar og 47 eintaklingar með erlent ríkisfang). Allir þessir einstaklingar hafa verið boðaðir á kynningarfundi vegna átaksins eða í viðtöl hjá ráðgjöfum Vinnumálastofnunar. Þar af hafa 263 mætt á kynningarfundi og 168 mætt í viðtöl. 358 hafa tekið þátt í margs konar virkniúrræðum frá byrjun febrúar, eða 83% af upphaflegum fjölda.
48 einstaklingar hafa verið afskráðir síðan í febrúar (ca 11%). Í þe! ssu átaki er ekkert val um óvirkni, ef einstaklingar neita þátttöku í úrræði veldur það bótamissi. Með þáttöku í úrræðunum halda einstaklingarnir atvinnuleysisbótunum og verða um leið virkir þáttakendur í samfélaginu. Aðeins hafa 25 einstaklingar ekki fengið úrræði eða um 6% af upphaflegum fjölda. Árangur átaksins mælist því 94% hér á Suðurnesjum miðað við upphafleg markmið.