Átak til atvinnusköpunar á Suðurnesjum
Á haustmánuðum verða haldin þrjú sjálfstæð námskeið fyrir frumkvöðla og athafnafólk á Suðurnesjum dagana 24.sept., 15.okt. og 25 nóv. næstkomandi. Farið er yfir þætti er koma að undirbúningi og gerð viðskiptaáætlana, í lok hvers námskeiðs er farið yfir fjármögnun verkefna. Námskeiðin eru haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, leiðbeinendur á námskeiðunum eru viðskiptafræðingarnir Jón þorsteins Jóhannsson og Guðbjörg Jóhannsdóttir. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefsvæði SSS (www.sss.is) eða hjá atvinnuráðgjafa SSS ([email protected]). Umsjón með skráningu á námskeiðin hefur Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.