Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átak til að fækka unglingum á öldurhúsum
Fimmtudagur 22. desember 2005 kl. 10:11

Átak til að fækka unglingum á öldurhúsum

Útideild Reykjanesbæjar hefur undanfarið staðið fyrir átaki með Lögreglunni í Keflavík þar sem sjónum er beint að tíðum heimsóknum unglinga undir lögaldri á skemmtistaði í bænum.

Síðastliðið fimmtudagskvöld hafði lögregla afskipti af 15-20 ungmennum undir lögaldri sem voru inni á öldurhúsi og um helgina voru útideild og lögregla með virkt eftirlit inni á stöðunum. Rassían á fimmtudag virtist hafa borið árangur, en með þessum aðgerðum er verið að brýna fyrir eigendum skemmtistaða að virða aldurstakmörk og eins verið að minna foreldra á að fylgjast með því hvar börn þeirra ala manninn á þessum tímum.

Í framhaldinu af þessum aðgerðum voru gerðar skýrslur um málið og þær sendar barnaverndaryfirvöldum og geta veitingamenn átt á hættu að verða sviptir leyfi til áfengisveitinga í einhvern tíma ef þeir grípa ekki til úrbóta.

Átaki Útideildar og Lögreglunnar verður haldið áfram næstu helgar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024