Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átak í umferðarmálum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Miðvikudagur 14. janúar 2009 kl. 11:16

Átak í umferðarmálum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja




Umferðarmálum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ er mjög svo ábótavant og mikil þörf á að bæta úr áður en skaði verður. Tryggja þarf öryggi gangandi vegfarenda, aðkomu neyðarökutækja og annarra. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Reykjanesbær og Brunavarnir Suðurnesja hafa því ákveðið að fara í átak sem þegar er hafið til að bæta þessa umferðarmenningu sem þarna hefur skapast og verið við líði í mörg ár. Með samstafsverkefni þessu er verið að draga úr hættu fyrir börn á leið í Holtaskóla og aðra sem leið eiga þarna um og í nágrenni við FS svo þeir komist leiðar sinnar örugglega. Eins og staðan er í dag þá eiga neyðartæki lögreglu og sérstaklega stærri ökutæki slökkvi- og sjúkraliðs Brunavarna Suðurnesja ekki greiðan aðgang að skólanum né íþróttahúsinu við Sunnubraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Átak fyrrgreindra aðila hófst sl. mánudag og stendur fram til 6. febrúar. Það hefur verið kynnt ítarlega innan veggja Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þar hefur nemendum sem koma á bílum í skólann verið gefinn hálfur mánuður til aðlögunar. Átakið beinist gegn bifreiðum sem lagt er ólöglega á bílastæðum umhverfis Fjölbrautaskólann og íþróttahúsið við Sunnubraut. Eigendur og umráðamenn bifreiða sem lagt er ólöglega verða áminntir af lögreglu í þessari og næstu viku. Eftir þann tíma verður farið að sekta eigendur og umráðamenn bí lana. Undir lok átaksins verður hins vegar farið í mun harkalegri og kostnaðarsamari aðgerðir fyrir bíleigendur eða umráðamenn sem leggja ólöglega, því kallaður verður til dráttarbíll sem fjarlægir ólöglega staðsetta bíla með tilheyrandi kostnaði. 




Lögreglumenn verða áberandi við skólann á meðan átakinu varir og gera sitt besta í að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir og leiðbeina ökumönnum. Lögreglumenn munu benda ökumönnum á að ólögleg lagning er öðrum til óþæginda, skerði öryggi varðandi aðgengi sjúkrabifreiða og slökkviliðs. Þröngt sé fyrir strætó þegar lagt er ólöglega og þröngt fyrir íbúa og aðra sem leið eiga þarna um. Þá benda lögreglumenn ökumönnum að nota bílastæðin fyrir neðan sundmiðstöðina. 



Fullnægjandi merkingum á að hafa verið komið upp á svæðinu sem segja til um hvar má leggja og hvar ekki. Eru það tilmæli þeirra sem standa að átakinu að ökumenn virði þær reglur sem gilda og komist þannig hjá óþægindum og tryggi jafnframt öryggi á svæðinu.


Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á dögunum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.