Atafl segir upp 50 manns í þrifadeild
Atafl, fyrrum Keflavíkurverktakar, hafa afráðið að segja upp um 50 manns, eða öllum sem störfuðu við þrif á Varnarstöðinni. Þessi ákvörðun var kynnt á starfsmannafundi í gær en uppsagnarbréf, sem flest hljóða upp á 3ja mánaða uppsagnarfrest verða send út í dag.
María Þorgrímsdóttir, starfsmannastjóri Atafls, staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir. Hún bætti því við að þeim sem er nú sagt upp, sem eru að mestu leyti konur sem búsettar eru á Suðurnesjum, munu fá aðgang að sömu þjónustu og félagsmenn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Þar er um að ræða aðstoð við að finna vinnu á nýjum vettvangi, en það er í samvinnu við Hagvang ehf.
„Þetta er auðvitað mjög hryggilegt en þar sem þjónustusamningi okkar við Varnarliðið hefur verið sagt upp er ekki lengur grundvöllur fyrir þesari starfsemi,“ sagði María ennfremur. „Við vonumst til að geta boðið hluta af starfsfólkinu vinnu á öðrum vettvangi innan fyrirtækisins, en sú vinna er enn á frumstigi.“
Þrifin voru eina starfsemi Atafls á varnarstöðinni þar sem öll umsvif í verklegum framkvæmdum og öðru höfðu liðið undir lok fyrir nokkru.
María Þorgrímsdóttir, starfsmannastjóri Atafls, staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir. Hún bætti því við að þeim sem er nú sagt upp, sem eru að mestu leyti konur sem búsettar eru á Suðurnesjum, munu fá aðgang að sömu þjónustu og félagsmenn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Þar er um að ræða aðstoð við að finna vinnu á nýjum vettvangi, en það er í samvinnu við Hagvang ehf.
„Þetta er auðvitað mjög hryggilegt en þar sem þjónustusamningi okkar við Varnarliðið hefur verið sagt upp er ekki lengur grundvöllur fyrir þesari starfsemi,“ sagði María ennfremur. „Við vonumst til að geta boðið hluta af starfsfólkinu vinnu á öðrum vettvangi innan fyrirtækisins, en sú vinna er enn á frumstigi.“
Þrifin voru eina starfsemi Atafls á varnarstöðinni þar sem öll umsvif í verklegum framkvæmdum og öðru höfðu liðið undir lok fyrir nokkru.