Ásýnd hafnarsvæðisins í Grindavík breytist
Ásýnd hafnarsvæðisins í Grindavík mun breytast ansi mikið en nú er verið að rífa gömlu lýsistankana sem hafa staðið ónotaðir eftir brunann mikla í fiskifjölsverksmiðjunni á þessu svæði fyrir um áratug síðan.
Hauktak á lóðina og er fyrirhuguð uppbygging á þessu atvinnusvæði við höfnina sem taka mun miklum breytingum eftir þetta, ekki síður eftir að landfyllingu við Suðurgarð lýkur.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þar sem verið var að klippa niður stálið úr tönkunum. VF-myndir: Hilmar Bragi og Páll Ketilsson