Ástvaldur í starfskynningu hjá Víkurfréttum
Víkurfréttir var með ungan og efnilegan dreng í starfskynningu í síðustu viku, hann Ástvald Ragnar Bjarnason en hann er 18 ára og kemur úr Sandgerði. Þetta er einn liður í námi Ástvaldar en hann er fjölfatlaður og stundar nám á starfsbraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Farið var með Ástvaldi í gegnum nokkur atriði eins og hvernig myndbönd eru unnin, sett á netið og allur frágangur við þau. Einnig fylgdist hann með blaðamanni setja grein um spurningakeppni Víkurfrétta, Spekinginn, á netið ásamt myndbandi.
Mynd: Ástvaldur Ragnar ásamt Páli Ketilssyni, ritstjóra, Magnúsi Einþóri Áskelssyni og Sigurði Jónssyni, blaðamanni.