Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ástarbrú á milli heimsálfa
Lásar á brú milli heimsálfa.
Fimmtudagur 19. júní 2014 kl. 11:13

Ástarbrú á milli heimsálfa

Tugir lása hengdir á brúna á undanförnum árum.

Ný hefð virðist hafa fest sig í sessi á brúnni milli heimsálfa upp af Sandvík á Reykjanesi. Tugir lása hafa verið festir á brúna, auk vinabands. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru margir lásanna áletraðir og sumir hverjir afar litríkir. Þá hefur hjarta verið mótað með steinum í sandinn neðan við brúna og því virðist sem ástin sé hugleikin fólki sem þangað kemur.

Skemmst er að minnast hefðar sem Daniel Alexandersson, nemi í Akurskóla, kom af stað fyrr á árinu um að „halda á brúnni“. Fjölmargir hafa leikið það eftir og birt myndir á samfélagsmiðlum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Núna geta ferðamenn og heimamenn byrjað á því að hengja lás á brúna og haldið síðan á henni. 

VF-myndir/Hilmar Bragi