Ástæða reykjarlyktar ekki fundin
Flugvirkjar viðhaldsstöðvar Icelandair á Keflavíkurflugvelli hafa ekki ennþá fundið ástæðu þess að megna reykjalykt lagði um ganga Boeing 767-300 þotu Birtish Ariways, sem nauðlenti á Keflavíkurflugvelli undir kvöld. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin nauðlenti. 165 manns voru í vélinni
Flugvélin lenti heilu og höldnu klukkan 18.17. Þá var liðin klukkustund frá því flugstjóri vélarinnar sendi frá sér neyðarkall á lægsta stigi. Vart hafði orðið við brunalykt og reyk í farþegarými en þá var vélin 350 mílur frá suðurströndinni á leiðinni frá Lundúnum til Bandaríkjanna.
Farþegar vélarinnar eru komnir inn í Leifsstöð og bíða þess nú að fá fréttir af því hvort óhætt sé að halda áfram för með sömu vél, eða hvort ný vél sækir hópinn og kemur honum vestur um haf. Það var sérstaklega tekið fram í flugstöðinni í kvöld að enginn köttur hafi verið á meðal farþega að þessu sinni.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Á efri myndinni skoðar flugvirki hurðaropnara á vélinni. Á þeirri neðri er slökkviliðið á leið upp landgang við flugvélina.