Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 16. ágúst 2000 kl. 14:32

Ásta sýnir í Hafnarborg

Nú stendur yfir sýning á vatnslitamyndum í Hafnarborg, hún ber heitið Akvarell Ísland 2000. Sýningin er opin 11. til 27. ágúst. Ásta Árnadóttir frá Keflavík er meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni. Aðrir listamenn eru Eiríkur Smith, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Torfi Jónsson, Daði Þorgrímsson, Pétur Friðrik, Kristín Þorkelsdóttir og fleiri. „Mér var boðin þátttaka í sýningunni ásamt þessum frábæra hópi listamanna, og er það mikill heiður fyrir mig“, segir Ásta. Hún hefur fengist við myndlist í áratugi en hún var við nám í Handíða og myndlistaskóla Íslands á árunum1942-43. Kennarar hennar þar voru Þjóðverjinn Kurt Zier og Þorvaldur Skúlason. Árið 1980 hóf Ásta nám hjá Eiríki Smith í Baðstofunni í Keflavík og hefur síðan þá einbeitt sér að vatnslitum. „Já, það er rétt, ég lærði meðferð vatnslita hjá Eiríki, en hann er afskaplega góður kennari og fremstur á sínu sviði“, segir Ásta. Ásta hefur haldið fjölda einkasýninga víða um land og árið 1987 hélt hún sýningu í Kaupmannahöfn ásamt Sólveigu Eggerz Pétursdóttir og Sigríði Gyðu. „Sú sýning tókst ágætlega og það var mjög gaman að fá að sýna á erlendri grundu.“ Sýningunni í Hafnarborg lýkur 27. september en Ásta mun að henni lokinni sýna verk sín á Hrafnistu. Þeir vilja skoða verk hennar geta hring í síma 421-1605 og fengið að koma í heimsókn á vinnustofuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024