Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ásta Birna Grindvíkingur ársins 2010
Fimmtudagur 6. janúar 2011 kl. 15:19

Ásta Birna Grindvíkingur ársins 2010

Ásta Birna Ólafsdóttir þroskaþjálfi og sérkennari hefur verið valinn Grindvíkingur ársins 2010 fyrir ótrúlega eljusemi og dugnað við að búa syni sínum Arnóri Frey Arnarsyni betra líf en hann er einhverfur.

Ásta Birna fór ásamt syni sínum Arnóri Frey Arnarsyni til Texas í upphafi síðasta árs við nám í skóla hinnar indversku Somu Mukhopadhyay. Hún hefur þróað svokallaða RPM aðferð við meðferð á einhverfu sem örvar einhverf börn þannig að þau fara að svara áreiti og læra að tjá sig smám saman sem hefur skilað góðum árangri hjá Arnóri Frey. Ásta Birna var lærlingur hjá Somu á meðan Arnór Freyr var nemandi við skólann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðsvegar í Bandaríkjunum og víðar í heiminum hefur fólk farið þess á leit við að fá að læra hjá Somu sem er einstök kona sem náð hefur ótrúlegum framförum með nemendur sem eru með einhverfu og skyldar þroskaraskanir. En hún hefur aðeins einu sinni samþykkt að hafa hjá sér lærling. Það var því einstakt tækifæri og mikill heiður Ástu Birnu að Soma skyldi samþykkja að hún yrði lærlingur hennar í 6 mánuði og öðlast þannig rétt til þess að kenna öðrum aðferðina og miðla af þekkingunni á Íslandi fyrir son sinn og fólk með einhverfu og skyldar raskanir á öllum aldri. Ásta Birna er sérkenni við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og miðlar þar af þekkingu sinni.

Ásta Birna og Arnór Freyr voru í hálft ár í Bandaríkjunum ásamt systur Ástu Birnu sem var þeim til aðstoðar en eiginmaður Ástur Birnu, Örn Eyjólfsson og dóttir þeirra, urðu eftir á Íslandi á meðan. Eins og nærri má geta reyndist þetta einnig mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskylduna.

Nánar er hægt að lesa um Grindvíking ársins á heimasíðu bæjarins: http://www.grindavik.is/v/6788