Ásmundur með 247.170 kr. í ferðakostnað
- Oddný og Silja ekki með ferðakostnað í janúar
Vegna umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum eftir birtingu upplýsinga á vef Alþingis sl. föstudag um endurgreiðslu ferðakostnaðar þingmanna innan lands vill skrifstofa Alþingis árétta að upphæðir sem þar voru birtar fyrir janúarmánuð 2018 miðuðust við hvenær reikningar voru bókaðir á skrifstofu Alþingis.
Ýmsir reikningar fyrir ferðaútgjöld innan lands sem stofnað var til á síðari hluta ársins 2017 bárust ekki skrifstofunni fyrr en í janúar 2018 og voru því bókaðir á þann mánuð.
Endurgreiddur ferðakostnaður þeirra þingmanna sem þannig er ástatt um skiptist hins vegar með eftirfarandi hætti milli síðari hluta ársins 2017 og janúar 2018: