Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ásmundur enn kvótalaus á veiðum
Miðvikudagur 6. ágúst 2008 kl. 18:12

Ásmundur enn kvótalaus á veiðum



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ásmundur sjómaður Jóhannsson kom að landi í dag í Sandgerði með um 750 kíló af þorski og ufsa sem fóru á markað. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að Ásmundur hefur ekki fiskveiðiheimildir.

Landhelgisgæslan vísaði sjómanninum í land og þar tók lögreglan á móti honum, tók niður nafn og kennitölu og hversu mikinn afla Ásmundur var með. Þar með hvarf lögreglan á braut.

Ásmundur ætlar að halda áfram veiðum án kvóta og ætlar í róður í nótt ef það viðrari til veiða. Landhelgisgæslan hefur vísað Ásmundi þrívegis í land. Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að lögreglan sé að skoða til hvaða úrræða verður gripið í máli sjómannsins frá Sandgerði.


- Sjá nánar í Vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is kl. 19:00