Áskell EA bíður löndunar í Grindavík
Áskell EA kom að landi í Grindavík í nótt með fullfermi að loðnu af Breiðafirði og bíður nú löndunar. Sverrir Vilbergsson, hafnarstjóri, segir allt hefðbundið við Grindavíkurhöfn þessa dagana, löðnulöndunin sé stöðug og nóg að gera. Hann segir ekkert glæðast í netaveiðinni en línubátarnir séu að koma að landi með fullfermi. Frystitogararnir Gnúpur GK og Hrafn GK eru báðir að landa í Grindavíkurhöfn núna.