Ásgeir forstöðumaður byggðasafnsins
Ásgeir Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns Byggðasafnsis á Garðskaga. Bæjarráð Garðs tók ákvörðun um ráðninguna á miðvikudag, 3 umsóknir lágu fyrir.
Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að Ásgeir hafi átt drjúgan þátt í uppbyggingu safnsins og þekki því vel til þess. Safnið opnaði fyrir 10 árum síðan, en nú standa yfir víðtækar endurbætur á húsnæðinu.