Ásgeir áfram bæjarstjóri í Vogum
Ásgeir Eiríksson mun vera áfram bæjarstjóri í Vogum en þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Voga í dag. Í fundargerð segir „Bæjarstjórn samþykkir að ráða Ásgeir Eiríksson sem bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga kjörtímabilið 2018-2022. Bæjarstjórn samþykkir að veita forseta heimild til að ganga til samninga við Ásgeir og að ráðningarsamningur verði lagður fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarráðs.“
Samþykkt var að ráða Ásgeir áfram samhljóða með sjö atkvæðum.