Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ásbrúarvöllur er falinn gimsteinn golfarans
Þær Halldóra Júlíusdóttir, Hulda Árnadóttir, Margrét Sigríður Karlsdóttir voru að spila og stilltu sér upp í myndatöku með Pálma og Birgi Þór.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 8. júlí 2024 kl. 17:35

Ásbrúarvöllur er falinn gimsteinn golfarans

„Við viljum endilega að allir viti af þessum frábæra par 3 golfvelli, ég kem oft hingað og æfi mig,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco í Reykjanesbæ en Kadeco er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og sér um að þróa land í kringum Keflavíkurflugvöll ásamt Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Isavia. Ásbrúarvöllur er par 3 golfvöllur en þó er ein par 4 hola á meðal níu holanna, hola fjögur er 240 metra löng og því eðlilegt að hún sé par 4. Íslandsmótið í golfi fer fram í næstu viku í Leirunni, golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja og þar sem völlurinn er lokaður á meðan, er gráupplagt fyrir Suðurnesjabúa og fleiri, að skella sér á Ásbrúarvöll.

Eflaust eru fleiri en blaðamaður sem höfðu ekki hugmynd um tilvist þessa flotta golfvallar en hann mun verða spilaður í þessari mynd hið minnsta í tvö ár en Pálmi segir að í framtíðinni verði byggt á svæðinu.

„Þessi flotti völlur hefur verið til í u.þ.b. tíu ár en því miður virðast ekki allir vita af honum og þess vegna datt okkur í hug að reyna kynna hann betur. Landið er í eigu ríkisins en Kadeco sér um að skipuleggja svæðið ásamt Reykjanesbæ og við viljum styðja við samfélagið með því að bjóða öllum upp á að spila golf frítt, viðkomandi þarf ekki að vera í golfklúbbi til að mega spila Ásbrúarvöll. Það er gaman að sjá fólk frá hinum ýmsu þjóðarbrotum koma hingað með nokkrar kylfur og spila golf, fólk fær góða hreyfingu og það er okkur hjá Kadeco mikil ánægja að geta boðið upp á þessa afþreyingu. Völlurinn verður spilaður í þessari mynd næstu tvö sumur hið minnsta en búið er að plana byggingu sérbýlishúsa hér en ég á ekki von á að framkvæmdir hefjist fyrr en eftir tvö ár. Svæðið er 12.5 hektarar og í dag er ekki einu sinni leikið á því öllu og framkvæmdir munu gerast í áföngum svo ég á ekki von á öðru en Ásbrúarvöllur geti verið níu holu flottur völlur næstu árin. Ég spila reglulega hérna, margir tala um að þetta sé ein besta leiðin til að æfa sig í golfi, að spila par 3 völl því þá er alltaf verið að æfa stutta spilið, þau högg telja jafn mikið ef ekki meira en gott dræv,“ sagði Pálmi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Birkir Þór Karlsson er vallarstjórinn í Leirunni en GS sér um að hirða Ásbrúarvöll og sér líka um hinn glæsilega púttvöll sem er við sjúkrahúsið í Keflavík.

„Við ákváðum að stækka verkefnið í ár og gera Ásbrúarvöll glæsilegri. Við erum búnir að breikka brautirnar, settum eins teigmerkingar eins og eru í Leirunni og erum mjög ánægðir með hvernig til hefur tekist. Við reynum að komast sem oftast að slá grínin og halda vellinum í góðu standi en það er búið að vera mikið að gera að undanförnu við að undirbúa Íslandsmótið sem hefst í næstu viku. Leiran verður lokuð á meðan og því er gráupplagt fyrir golfara að skella sér hingað á Ásbrúarvöll,“ sagði Birkir Þór.