Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Ásbrú verði fullbyggð eftir tvö ár
    Gróðursett á Ásbrú sl. sumar. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Ásbrú verði fullbyggð eftir tvö ár
    Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
Miðvikudagur 16. desember 2015 kl. 08:59

Ásbrú verði fullbyggð eftir tvö ár

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar á nú í viðræðum við erlent hugbúnaðarfyrirtæki um opnun gagnavers á svæðinu. Þar eru fyrir fimm af sex starfandi gagnaverum á Íslandi.

Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ekki hægt að greina frá nafni fyrirtækisins að svo stöddu. Hann staðfestir þó að félagið muni þurfa nokkur þúsund fermetra undir starfsemina og nokkur MW af raforku til að knýja gagnaverið. Ef verkefnið verður að veruleika yrði þetta fjárfesting fyrir nokkra milljarða króna.

Kjartan Þór segir í Morgunblaðinu að aukin umsvif á svæðinu hafi leitt til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur aukist gríðarlega. „Við erum með töluvert af íbúðarhúsnæði sem þarfnast breytinga áður en hægt er að taka það í notkun. Á síðustu mánuðum höfum við orðið varir við aukinn áhuga fjárfesta á íbúðarhúsnæði á svæðinu, þá meðal annars til sölu til einstaklinga sem vilja eignast húsnæði,“ segir Kjartan Þór í samtali við Morgunblaðið.

Hann telur að með sama áframhaldi verði allt laust húsnæði á Ásbrú komið í fulla notkun árið 2017, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði. Gangi það eftir mun íbúum á Ásbrú fjölga úr um 2.000 í 3.000 til 4.000 á einu til tveimur árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024