Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Asahláka framundan - fólk beðið að huga að niðurföllum
Mánudagur 21. janúar 2008 kl. 16:23

Asahláka framundan - fólk beðið að huga að niðurföllum

Í kvöld og nótt skellur á með stormi og hláku og nær veðrið hámarki á morgun. Spáð er allt að 27 metrum á sekúndum með rigningu.
Bæjaryfirvöld í Grindavík hvetja bæjarbúa til að leggjast á lið með hreinsunarmönnum og huga að niðurföllum í götum og við hús.
Sem kunnugt er var þar fannfergi mikið í byrjun síðustu viku. Snjómokstur hefur staðið síðustu daga en snjómagnið var gríðarlegt og er því enn mikill snjór við götur þrátt fyrir að mikið hafi verið hreinsað frá og sturtað í höfnina.  Víða má sjá háa ruðninga meðfram götum. Það er því ekki álitlegt að fá asahláku ofan í allan þennan snjó og betra að hafa varann á.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024