Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ása útskrifuð af sjúkrahúsi og komin í endurhæfingu
Laugardagur 3. júlí 2010 kl. 15:34

Ása útskrifuð af sjúkrahúsi og komin í endurhæfingu

Ása Þorsteinsdóttir, sem lenti í hörmulegu bílslysi í Reykjanesbæ þann 24. apríl sl., hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Tvær stúlkur létust í umferðarslysinu. Ása slasaðist alvarlega í bílslysinu en hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi en er komin í endurhæfingu, sem gengur vel.

Eins og við greindum frá á dögunum var staðið fyrir söfnun fyrir foreldra Ásu. „Markmið söfnunarinnar er að styrkja fjölskylduna vegna tekjutaps sem hún hefur og munu verða fyrir. Mjög erfiðir tímar eru hjá þessari sex manna fjölskyldu og ferðirnar margar á milli Garðs og Reykjavíkur. Þá hefur fjölskyldan verið bíllaus frá því hið hörmulega umferðarslys átti sér stað,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum söfunarinnar. Samtals söfnuðust rúmar 1,1 milljón króna sem hefur verið afhent fjölskyldunni en söfnunarreikningur er ennþá opinn. Númer reikningsins er: 1192-05-410100 kt. 130264-2989.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Fulltrúar stuðningshópsins, þær Elísabet Ólöf Sigurðardóttir og Sigríður Andradóttir, afhentu Sigríði Þ. Þorleifsdóttur, móður Ásu söfnunarféð. Sigríður var að vonum þakklát fyrir stuðninginn sem samkvæmt aðstandendum söfnunarinnar er að koma víða að. VF-mynd: HBB