Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ársreikningur RNB: Neiðvæð niðurstaða upp á 489 milljónir
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 14:55

Ársreikningur RNB: Neiðvæð niðurstaða upp á 489 milljónir

Neikvæð niðurstaða A-hluta ársreiknings Reykjanesbæjar fyrir árið 2006 er upp á 489 milljónir króna en var í áætlun neikvæð um 340 milljónir. Mismunurinn mun aðallega skýrast af hærri framreikningi lífeyrisskuldbindinga. Tap samstæðu Reykjanesbæjar var 112 milljónir króna, samvæmt því sem fram kemur í bókun meirihluta sjálfstæðisflokks frá síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem ársreikningurinn kom til fyrri umræðu.

Í bókun sem minnihluti A-listans lagði fram segir að útgjöld hafi hækkað um 900 milljónir umfram áætlun og að „sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafi enga burði til þess að gera fjárhagsáætlanir fyrir sveitarfélagið og því síður að fara eftir þeim”. Þá er í bókuninni talað um „bókhaldlegan sýndarveruleika”.

Í bókun meirihlutans segir að mismunurinn skýrist af mun hærri framreikningi lífeyrisskuldbindinga en gert hafði verið ráð fyrir.  Hækkunin stafi að mestu af launahækkunum og ákvæðum í nýjum kjarasamningum sem hafi áhrif á reiknaða skuldbindingu bæjarins.

„Mikill vöxtur var í rekstri Reykjanesbæjar á árinu 2006. Heildarniðurstaða ársins er í meginatriðum eins og fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, utan reiknaðra liða. Mikil verbólga, auknar reiknaðar lífeyrisskuldbindingar og óhagstæð gengisþróun í lok árs 2006 höfðu hins vegar mikil áhrif á rekstrarniðurstöðuna,“ segir í bókun sjálfstæðismanna.

Þar kemur einnig fram að tekjur hafi aukist um 790 milljónir, veltufé og handbært fé sé jákvætt og efnahagurinn traustur. Eignir hafi t.a.m. aukist um tæpar 800 milljónir frá fyrra ári.

Nokkur umræða var um ársreikninginn en seinni umræða um hann fer fram 5. júní.

Bókanirnar í heild má nálgast í vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024