Ársreikningur Reykjanesbæjar 2007 staðfestur
Ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir árið 2007 var staðfestur í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í gær.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 6.170,7 m.kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B- hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 5.671,7 m.kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 5.684,8 m.kr. en fjárhagsáætlunin gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 5.235,6 m.kr, segir tilkynningu sem send var út frá bæjarskrifsorfunni í morgun.
Í tilkynningunni segir að laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins hafi numið 2.547,7 m.kr. og starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 575 stöðugildum í árslok.
Ennfremur segir:
„Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi a og b hluta var hagnaður að fjárhæð 2.492,7 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir hagnaði um 2.063,9 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta var hagnaður að fjárhæð 2.022,9 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir hagnaði um 2.139,5 m.kr.
Heildareignir bæjarsjóðs námu 11.949,6 m.kr. og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikning námu 17.730,8 m.kr. í árslok 2007. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs námu 6.480,5 m.kr. og í samanteknum ársreikningi um 10.975,7 m.kr. á sama tíma. Eigið fé bæjarsjóðs nam 5.469,1 m.kr. og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam 6.754,1 m.kr. í árslok 2007.
Íbúafjöldi Reykjanesbæjar í lok árs 2007 var 13.256 og var fjölgun 11,1% eða um 1.328 einstaklinga frá fyrra ári.
Nokkrar lykiltölur:
Eiginfjárhlutfall fór úr 33,5% í 45,8%
Veltufjárhlutfall fór úr 1,68 í 2,63
Eignir á íbúa hækka um 15,8% í 901 þús/íbúa
Skuldir á íbúa lækka um 6,7% í 324 þús/íbúa
Eignir umfram skuldir á íbúa hækka um 33,9% í 577 þús/íbúa.“