Ársreikningur Garðmanna samþykktur samhljóða
Á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps fyrir viku var ársreikningur Gerðahrepps tekinn til síðari umræðu og afgreiðslu. Ársreikningurinn var samþykktur af öllum fulltrúum hreppsnefndar.Í reikningnum kemur fram að tekjur hækka um 14,59 % á merðan rekstur málaflokka hækka aðeins um 6,03 %. Skatttekjur hækkuðu um 31,1 milljón en rekstur málaflokka um 10,9 milljónir. Mismunur er 20,2 milljónir, sem sveitarfélagið hefur meira til ráðstöfunar til greiðslu vaxta, afborgana og fjárfestinga en á árinu 1999.
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps sagðist vera sérstaklega ánægður með að tekist hefði að ná niður rekstri málaflokka úr 84,81% af skatttekjum niður í 78,48 %.
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps sagðist vera sérstaklega ánægður með að tekist hefði að ná niður rekstri málaflokka úr 84,81% af skatttekjum niður í 78,48 %.