Ársreikningi vísað aftur til fyrri umræðu
Vegna veigamikilla breytinga á ársreikningi 2009 hefur bæjarráð sveitarfélagsins Voga samþykkt að vísa honum aftur til fyrri umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi. Þetta er nokkuð óvenjuleg ráðstöfun þar sem ársreikningum er alla jafna vísað til síðari umræðu. Bæjarráð ákvað á síðasta fundi var að færa leigusamninga við Búmenn og Eignarhaldsfélagið Fasteign til eignar og skuldar í efnahagsreikningi. Jafnframt að færa færa lóðarleigusamninga til eignar.
Í ljósi þess að um veigamikla breytingu á ársreiknini er að ræða þótti tilhlýðilegt að vísa ársreikningi aftur til fyrri umræðu. Hann mun samkvæmt því koma til síðari umræðu þann 27. maí næstkomandi.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Vogar