Árshátíð Holtaskóla frestað vegna veikinda
Árshátíð Holtaskóla sem átti að vera í þessari viku hefur verið frestað um eina viku sökum mikilla veikinda. Dagskráin mun þó verða sú sama. Aldrei í sögu skólans hafa eins margir nemendur verið veikir. Þar á meðal eru krakkar sem áttu að sjá um skemmtiatriði á árshátíðinni og því þótti skynsamlegast að fresta henni enda ómögulegt að halda árshátíð þegar megin þorri skólans kemst ekki.Þess má geta að aðeins þrír nemendur úr 6. a. mættu í skólann í dag en allir hinir eru veikir. Var þeim dreift í 7. bekk í staðinn.