Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Árrisulir orrustuflugmenn angra Njarðvíkinga
Fimmtudagur 15. maí 2008 kl. 13:59

Árrisulir orrustuflugmenn angra Njarðvíkinga



Íbúar Njarðvíkur hugsuðu frönsku Mirageþotunum þegjandi þörfina í gærmorgun þar sem tvær þeirra tóku á loft yfir íbúabyggðina, með tilheyrandi drunum, kl. 6.30 að morgni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Íbúar viðruðu þessar athugasemdir sínar á íbúafundi Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, í Njarðvíkurskóla í gær. Árni sagði að bæjarbúum líkaði betur við að vakna við vekjaraklukkuna „þótt þetta séu augljóslega verndarhljóð, sem við könnumst hér við“.

 

Hann sagðist hafa gengið í málið og allt stæði til bóta.  „Varnarmálaskrifstofa er með góð tök á málinu og hefur tilkynnt okkur  að það megi búast við að þessi óvenjulegi flugtakstími verði aðeins  einu sinni í viðbót, en annars verði æfingar á dagtíma. Einnig ætla menn að stýra flugtaki sem mest frá byggð, svo á þessu  verður strax vel tekið.“

 

Vélarnar fjórar verða hér fram í lok júní samkvæmt samkomulagi  ríkisstjórnarinnar og NATO. 

 

VF-mynd/pket – Mirage þota í lendingu.