Aron og Aþena vinsælust á Suðurnesjum
Eiginnöfnin Aron og Aþena voru vinsælustu eiginnöfnin á Suðurnesjum í fyrra. Þjóðskrá hefur tekið saman vinsælustu nöfn á Íslandi árið 2021 meðal nýfæddra barna. Aron var vinsælasta fyrsta eiginnafn drengja og Embla var vinsælast á meðal stúlkna. Þór var vinsælasta annað eiginnafn drengja og Rós á meðal stúlkna.
Algengustu fyrstu eiginnöfn eru hins vegar Anna hjá stúlkum og Jón hjá drengjum.
Hér má sjá fróðleik um nöfn á Íslandi.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				