Árni tók við lyklavöldum í dag
Árni Sigfússon tók í dag við starfi bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Árni sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund í stól sem hefur geymt sama manninni í tólf ár en Ellert Eiríksson lætur nú af störfum. Árni tók við lyklavöldum af skrifstofu sinni úr hendi Ellerts í dag og var ekki annað að sjá en það hafi farið vel á með þeim félögum.Árni var eitt sinn borgarstjóri í Reykjavík en er nú orðinn bæjarstjóri í bæ sem notar slagorðið "bær nærri borg".