Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árni Sigfússon næsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Sunnudagur 26. maí 2002 kl. 04:04

Árni Sigfússon næsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Reykjanesbæ samkvæmt lokatölum talningar kosninganna sem fram fóru í gær. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 51,96% atkvæða og sex bæjarfulltrúa af 11 og vann einn af Framsóknarflokki. B-listi Framsóknarflokksins hlaut 872 atkvæði eða 13,38% og einn mann kjörinn og S-listi Samfylkingarinnar 2154 atkvæði eða 33,06% og fjóra menn. Auðir og ógildir seðlar voru 104 eða 1,6%.

Alls greiddu 6.516 manns atkvæði í Reykjanesbæ eða 84,81% af þeim sem voru á kjörskrá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024