Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 15. janúar 2004 kl. 11:14

Árni Sigfússon bæjarstjóri: Foreldrar eru að greiða þriðjung af rekstrinum

Hver er ástæðan fyrir þessari hækkun á leikskólagjöldum?

Hlutur foreldra í heildargreiðslum vegna reksturs leikskóla hefur verið að lækka á síðustu árum, úr rúmum 50% í 32 til 35%. Við sem áttum börn á leikskólum fyrir 8 til 10 árum þekkjum það, því við vorum að greiða helming útgjaldanna sem foreldrar. Nú er þessi hlutur kominn niður í 35% sem ber að fagna. Við viljum reyna að festa hlutfallið í þessum 35% og þessi ákvörðun um hækkun er fyrst og fremst bundin af því.

Nú er þetta mikil hækkun og foreldrar hafa gagnrýnt það að hækkunin komi öll í einu og að málið sé illa kynnt - ertu sammála því?

Það er rétt að þetta er nokkuð mikil hækkun frá síðasta ári. Hinsvegar verðum við að bera ábyrgð á því að við látum þessa hækkun ganga í gegn núna heldur en að vera að mjatla henni inn á einhverjum tíma. Ég minni aftur á að við erum komin í þriðjung sem foreldrar greiða af rekstri leikskóla, sem áður var 50%. Síðan eru einhverjar sveiflur á milli ári og t.d. á síðasta ári var töluverð hækkun á launum leikskólakennara sem sveitarfélagið tók á sig og það var ekki gert ráð fyrir þeim hækkunum gangvart hlut foreldra í rekstri leikskólanna. Nú er verið að rétta það af með þessari tölu. Það er rétt að hlutfallslega er þetta mikil hækkun, en þetta er eingöngu þriðjungur rekstri leikskólanna.

Stendur til að hreyfa við rekstri leikskólanna, t.d. með því að minnka yfirvinnu starfsmanna?

Starfsmenn á leikskólum fengu launahækkun þann 1. janúar sl. og samningar eru lausir þannig að það er mjög óljóst hvað gerist. Það sem verið er að skoða hvort það sé ekki ráð að fá fleiri til starfa á leikskólana í því atvinnuástandi sem er hér í dag í stað þess að greiða yfirvinnu. Það er eingöngu verið að horfa í það að menn fá greitt fyrir sína vinnu, en ef um yfirvinnu er að ræða í miklu mæli þá er æskilegra að ráða fleiri inn á leikskólann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024