Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 29. desember 2001 kl. 14:19

Árni Sigfússon á sínum fyrsta fundi í Keflavík

Árni Sigfússon, bæjarstjóraefni og verðandi leiðtogaefni Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ var á sínum fyrsta opinbera fundi í bæjarfélaginu í dag þegar hann heimsótti unga Sjálfstæðismenn á veitingahúsið Duus en þar funda þeir vikulega.Árni sagði að hann væri spenntur fyrir þessu nýja verkefni sínu og viðbrögð við þessari ákvörðun sinni væru góð. Ljóst væri að stjórn bæjarfélagsins væri í traustum höndum, mikið hefði verið framkvæmt í mörgum málaflokkum en þó sérstaklega í skólamálum þar sem einsetningu væri nú lokið. Árni sagðist flytja til bæjarins í vor að lokinni skólagöngu þriggja barna sinna í Reykjavík en tvö væru í grunnskóla en eitt þeirra væri að verða stúdent. Þar er jú engin önnur en Védís
Hervör söngkona sem hefur verið áberandi í tónlistarlífinu að undanförnu.
Sjálfstæðismenn sem fjölmenntu á fundinn ræddu um komandi kosningabaráttu en 10. janúar nk. verður tekin ákvörðun um hvernig staðið verði að röðun á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Stefnt verður að því að listinn verði tilbúinn í febrúarmánuði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024