Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árni Ragnar hugleiðir framboð í Suðurkjördæmi
Fimmtudagur 5. september 2002 kl. 00:13

Árni Ragnar hugleiðir framboð í Suðurkjördæmi

Í viðtali við Tímarit Víkurfrétta sem kemur út á morgun, föstudag, segir Árni Ragnar Árnason alþingismaður að hann sé að hugleiða það hvort hann sækist eftir þingsæti í hinu nýja Suðurkjördæmi: “Ég hef ekki endanlega gert upp við mig hvort ég sækist eftir þingmennsku næsta kjörtímabil. Sjúkdómurinn er ekki aðalástæða þess. Ég hef barist í prófkjörum sex eða sjö sinnum við samherja mína, fyrst í bæjarmálunum í Keflavík og síðan í kjördæminu. Að mínu mati hafa prófjör okkar orðið harðari og rætnari, ekki síst á þessum síðasta áratug. Þegar átök verða með þessum hætti tel ég að samstarf geti varla orðið af heilindum þar sem samherjar hafa barist af fullri hörku, jafnvel meiri en við andstæðingana. Samflokksmenn þurfa að starfa saman af fullum heilindum ef árangur á að nást. Ég er sem fyrr albúinn að takast á við pólitíska andstæðinga. Það er málefnalegri barátta, en sú sem fram fer innan flokksins í prófkjörum," segir Árni Ragnar m.a. í viðtalinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024