Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. september 2001 kl. 09:39

Árni KE kemur til Keflavíkur

Árni KE 89 kom í fyrsta sinn til löndunar í Keflavíkurhöfn fyrir stuttu en Árni Jónsson ehf. er eigandi bátsins. Skrifað var undir kaupsamning 3. ágúst sl. en til 1. september var báturinn á veiðum við suðurströndina. Árni KE er 56 brúttótonn og hét áður Rúna RE 250 og var gerður út frá Reykjavík. Báturinn er smíðaður í Noregi 1988 en þetta er annar báturinn sem Árni Jónsson ehf. kaupir til útgerðar, fyrir er báturinn Eyvindur KE 99.
Báðir bátarnir eru nú á dragnótarveiðum í Faxaflóa og fengu góðan afla í fyrsta róðri eða samtals 30 tonn sem landað var í Fiskval ehf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024