Árni breytir um skoðun í minnihluta
- segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.
„Árna er greinilega umhugað um hag Framsóknar þessa dagana. Það er hins vegar ágætt að rifja upp söguna í þessu tilviki,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, í aðsendri grein. Síðan rifjar Guðbrandur upp að þegar Árni Sigfússon bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ í fyrsta sinn árið 2002 hafi Sjálfstæðisflokkurinn unnið hreinan meirihluta í þeim kosningum og Samfylking og Framsóknarflokkurinn setið í minnihluta. Skipting nefnda var hafi verið með sama hætti og nú er og Framsóknarflokkurinn, sem unnið hafi einn bæjarfulltrúa, fengið samþykkta áheyrn í bæjarráði líkt og nú og engan fulltrúa í nefndum.
„Ég minnist þess ekki sem nýkjörinn bæjarfulltrúi á þeim tíma að Árni Sigfússon hafi haft áhyggjur af stöðu Framsóknarflokksins þá, þó að hann virðist gera það nú. Það skiptir greinilega máli hvorum megin borðs Árni Sigfússon situr,“ segir Guðbrandur, sem er ósáttur við ásakanir fyrrum bæjarstjóra á hendur nýjum meirihluta um að hafa brotið sveitarstjórnarlög með því skipa þrjár konur sem aðalfulltrúa í fræðsluráð Reykjanesbæjar. Þegar það kom í ljós að þau þrjú framboð sem standa að núverandi meirihluta höfðu öll sett fram kvenkynsfulltrúa í fræðsluráð var strax ákveðið að gera breytingu á þessu og mun einn kvenkyns nefndarmaður víkja sæti til þess að ákvæðum laga sé fullnægt,“ segir Guðbrandur