Arngrímur ráðinn flugverndarstjóri Wow
Arngrímur Guðmundsson hefur verið ráðinn sem flugverndarstjóri á flugrekstrarsviði WOW air. Arngrímur er Suðurnesjamaður, fæddur árið 1966 og lauk prófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1986 og lögregluskóla ríkisins 1994.
Hann starfaði hjá embætti sýslumannsins í Keflavík sem lögreglumaður og síðar rannsóknar-lögreglumaður til ársins 2001 er hann hóf störf hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar sem aðstoðarframkvæmdarstjóri og síðar sem framkvæmdarstjóri öryggissviðs Keflavíkurflugvallar til ársins 2009. Arngrímur var þar virkur í alþjóðlegu samstafi vegna flugverndarmála og flugöryggismála og var hann m.a. formaður NBSAG um 4 ára skeið.
Frá árinu 2009 til ársloka 2010 starfaði hann hjá NATO sem yfirmaður flugverndarmála á alþjóðaflugvellinum í Kabul í Afganistan. Hann starfaði fyrir landamæradeild lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli árið 2011. Arngrímur hefur starfað hjá embætti sérstaks saksóknara sem lögreglufulltrúi frá árinu 2012.