Arney KE-50 strandar við Sandgerðishöfn
Verulegt tjón varð þegar Arney KE-50 strandaði í innsiglingunni í Sandgerði í nótt. Skipið er komið í slipp og verið er að kanna skemmdir. Arney var á útleið þegar hana tók niður en skipið losnaði eftir u.þ.b. tvo tíma þegar flæddi að. Þá var bátnum siglt til Njarðvíkur og komið í slipp. Dagur Ingimundarson sagði í samtali við Morgunblaðið að öll tækin á kilinum hefðu orðið fyrir miklum skemmdum. „Í þessum búnaði liggja mikil verðmæti. Að öðru leyti eru sáralitlar skemmdir á botninum, ein plata er nokkuð dældótt og verður sennilega að sjóða bót yfir hana“, sagði Dagur.