Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Arnari Dór vísað úr Idol-Stjörnuleit eftir viðtal við Víkurfréttir
Fimmtudagur 6. nóvember 2003 kl. 16:02

Arnari Dór vísað úr Idol-Stjörnuleit eftir viðtal við Víkurfréttir

Keflvíkingnum Arnari Dór Hannessyni hefur verið vísað úr keppninni Idol-Stjörnuleit á Stöð 2 eftir að viðtal birtist við hann í Víkurfréttum í dag og á vef Víkurfrétta í gær. Dagskrárdeild Stöðvar 2 hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

Til að tryggja hag allra keppenda í Idol - Stjörnuleit hefur dagskrárdeild Stöðvar 2 vísað einum þátttakanda úr keppninni. Viðkomandi heitir Arnar Dór Hannesson en hann braut reglu um fjölmiðlabann. Dagskrárdeild Stöðvar 2 tekur ekki afstöðu til þess hvort um ásetning umrædds keppanda hafi verið að ræða. Fjölmiðlabann er sett fram til þess að keppendur í Idol – Stjörnuleit hái ekki kosningabaráttu. Slíkt dregur úr trúverðugleika þáttarins og kemur í veg fyrir sanngjarna kosningu. Af fyrrgreindum ástæðum sá dagskrárdeild Stöðvar 2 sér ekki annað fært en bregðast við með þessum hætti. Einn megintilgangur keppnisreglna er að tryggja jafnræði allra keppenda. Áður en Idol – Stjörnuleit hóf göngu sína á Stöð 2 veittu allir þátttakendur skriflegt samþykki sitt þar sem því var heitið að virða keppnisreglur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024