Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árlegar viðurkenningar Umhverfis- og skipulagsráðs
Föstudagur 5. september 2008 kl. 09:34

Árlegar viðurkenningar Umhverfis- og skipulagsráðs

Umhverfisviðurkenningar Umhverfis- og skipulagsráðs voru afhentar í Duus húsum í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, formaður Umhverfis- og skipulagsráð afhenti viðurkenningar fyrir hönd ráðsins. Hún sagði við það tækifæri „að mikilvægt væri að umhverfi sem við búum í sé aðlaðandi og heilnæmt með aukna vellíðan bæjarbúa að leiðarljósi. Bærinn hefur gert mikið átak í umhverfisverkefnum síðustu ára og hafa þúsundir tonna af járnrusli verið hreinsaðar úr bæjarlandinu og bærinn fengið nýja ásýnd,“ að sögn Sigríðar Jónu.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, aðstoðaði Sigríði Jónu við að afhenda viðurkenningarnar sem voru listilega skreyttur kústur og innrammað skjal.
Þau fyrirtæki og stofnanir sem fengu viðurkenningu í ár voru:


Reykjanesbær sem fékk viðurkenningu fyrir umhverfisátak við sjávarsíðuna í bæjarfélaginu. Þorsteinn Erlingsson, formaður Atvinnu og hafnarráðs veitti viðurkenningunni viðtöku.

Njarðvikurskóli, 5.6. og 7. bekkur ásamt kennurum fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í umhverfisverkefnum á vegum Umhverfis- og skipulagssviðs sl. vor. Guðný Karlsdóttir, deildarstjóri og Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri tóku við verðlaununum.

Verslunin Bústoð fékk viðurkenningu fyrir snyrtimennsku í gegnum tíðina og vel heppnaðar breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu. Róbert Svavarsson og Hafdís Gunnlaugsdóttir, eigendur Bústoð, veittu viðurkenningunni viðtöku.

Flughótel fékk viðurkenningu fyrir snyrtilega og skemmtilega breytingu á útisvæði, viðbyggingu og lagfæringar á húsi og það var Bergþóra Sigurjónsdóttir, hótelstjóri sem tók við viðurkenningunni.


Mynd-VF/IngaSæm.

Guðlaugur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, Sigríður Jóna Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi, Þorsteinn Erlingsson, formaður Atvinnu og hafnarráðs, Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri, Róbert Svavarsson, eigandi Bústoð, Hafdís Gunnlaugsdóttir, eigandi Bústoð, Bergþóra Sigurjónsdóttir, hótelstjóri, Guðný Karlsdóttir, deildarstjóri, Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri og Árni Sigfússon, bæjarstjóri.