Árlega hundaganga HRFÍ á laugardaginn
Hin árlega hundaganga HRFÍ verður farin laugardaginn 26. nóvember kl. 13.00. Mæting er við pósthúsið í Keflavík kl 12.50. Gengið verður niður á smábátahöfn og aftur til baka.
Þessi ganga er til að minna á að hundar eru komnir til að vera í þéttbýli og að það séu til ábyrgir hundaeigendur sem þrífa upp eftir hundana sína. Hinir sem gera það ekki eru vinsamlega beðnir um að vera heima.






