Árleg Kvenfélagsmessa haldin í Grindavík

Árleg Kvenfélagsmessa var haldin í Grindavíkurkirkju síðastliðinn sunnudag.
Ræðumaður messunnar var Guðbjörg Sveinsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Þá lásu Kvenfélagskonur ritningartexta, kór Grindavíkurkirkju leiddi sönginn og einsöngvari var Jóhanna Ósk Valsdóttir. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari.

Bjartur Logi Guðnason, organisti, spilaði sína síðustu messu í Grindavíkurkirkju sem organisti kirkjunnar og var kvaddur við þetta tilefni.

Þá var Kvenfélagskonan Jóna Þorkelsdóttir heiðruð fyrir ómælda vinnu í þágu félagsins í gegn um tíðina og sæmd gullmerki sem hannað var af Evelyn Adólfsdóttur og nefnist „Hið alsjáandi auga“.


Jóna Þorkelsdóttir var heiðruð.


Bjartur Logi Guðnason spilaði sína síðustu messu í Grindavíkurkirkju sem organisti en hér er hann ásamt Þorgerði Guðnýju Guðmundsdóttur og Sr. Elínborgu Gísladóttur.