Fréttir

  • Arion banki tekinn til starfa á Keflavíkurflugvelli
    Aðalheiður Guðgeirsdóttir, svæðisstjóri á Keflavíkurflugvelli, klippti á borða ásamt Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, og Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
  • Arion banki tekinn til starfa á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 10. maí 2016 kl. 13:54

Arion banki tekinn til starfa á Keflavíkurflugvelli

13 hraðbankar teknir í notkun - 60 starfsmenn sinna viðskiptavinum

Arion banki hóf formlega starfsemi á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn var, þann 8. maí. Bankinn er með starfsemi á þremur stöðum innan flugstöðvarinnar, það er í brottfararsal og komusal, ásamt afgreiðslu fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts, sem einnig er staðsett í komusal. Að auki eru 13 hraðbankar víða um flugstöðvarbygginguna sem farþegar geta nýtt á ferð sinni til eða frá landinu.

Í tilefni opnunarinnar á sunnudaginn var skálað við útibúið í brottfararsalnum. Aðalheiður Guðgeirsdóttir, svæðisstjóri á Keflavíkurflugvelli, klippti á borða ásamt Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, og Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Tengdar fréttir: Arion banki með 60 starfsmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar