Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Arion banki og lífeyrissjóðir eignast kísilverið
Miðvikudagur 20. september 2017 kl. 15:24

Arion banki og lífeyrissjóðir eignast kísilverið

Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13% hlut í United Silicon. Hluthafafundur United Silicon hf. fór fram í gær, 19. september. Þetta staðfestir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi United Silicon, í samtali við Víkurfréttir.

Þórður Ólafur Þórðarsson var kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa þau Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Jakob Bjarnason stjórn United Silicon.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru lífeyrirsjóðirnir sem um ræðir Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands.

Fyrr í mánuðinum veitti Héraðsdóm­ur Reykja­ness félaginu framlengingu á heimild til greiðslu­stöðvunar til þriggja mánaða, eða til 4. des­em­ber. Stjórn félagsins vinnur nú áfram að endurskipulagningu félagsins og hefur stuðning hluthafa til að leita nýrra fjárfesta og leiða viðræður við þá.