Fréttir

Árið 2017 var ár uppbyggingar og breytinga hjá Bláa Lóninu
Föstudagur 22. júní 2018 kl. 13:29

Árið 2017 var ár uppbyggingar og breytinga hjá Bláa Lóninu

- Hagnaður eftir skatta 31 milljónir Evra

„Bláa Lónið er upplifunarfyrirtæki. Allar okkar fjárfestingar í gegnum árin hafa miðað að því að byggja upp starfsemi í kringum einstaka upplifun gesta okkar,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. Síðasta ár var ár uppbyggingar og breytinga hjá Bláa Lóninu segir Grímur, þá voru gerðar mikilvægar umbætur á baðsvæði þess í upphafi ársins og unnið var að stækkun á skrifstofuhúsnæði og mötuneyti starfsmanna. „Lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir  á nýju hóteli og upplifunarsvæði; The Retreat at Blue Lagoon Iceland.“

Kjarnastarfsemi Bláa Lónsins hélt áfram að vaxa samhliða þessum verkefnum og tóku starfsmenn meðal annars á móti 1,3 milljónum gesta og unnið var að þróun og umbótum í starfi félagsins á öllum sviðum.
„Eins og við var að búast hefur dregið úr fjölgun ferðamanna hingað til lands, enda var flestum orðið ljóst að tugprósenta árlegur vöxtur í fjölgun ferðamanna var engan veginn sjálfbær hvað varðar hagsmuni greinarinnar og samfélagsins.
Nú reynir  á að fyrirtækin sýni ábyrgð og aðlagi sig að breyttum aðstæðum. Mikilsvert er að hvergi verði slakað á í gæðum upplifunarinnar né öryggi gesta. Þar þurfa allir hagsmunaaðilar að axla ábyrgð, bæði þjónustuaðilar og stjórnvöld.
Við hjá Bláa Lóninu erum staðráðin í að halda áfram að fjárfesta í einstakri upplifun okkar gesta og leggja þannig okkar að mörkum í þessu mikilvæga verkefni,“ segir Grímur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ársskýrsluna má lesa inn á arsskyrsla.bluelagoon.is